Senda á:

Deli.cio.us    Digg    Facebook   
 
Götuhátíð Jafningjafræðslu Hins Hússins 2013
Götuhátíð Jafningjafræðslu Hins Hússins verður haldin hátíðleg á Austurvelli fimmtudaginn 4. júlí. Meðal þeirra sem troða upp eru Pétur Örn, Elín Ey, 12:00, Kjurr og Haffi haff. Einnig verður lifandi bókasafn á staðnum þar sem meðal annars verður fulltrúar frá samtökun 78 og Trans Íslands einnig verður hægt að ræða við jafningjafræðara, Hildi Lilliendahl og Siggu Dögg. Götumarkaður og smokkakennsla, gos, pulsur og candyfloss. Parkour gæjar á svæðinu. Sjáumst!

Senda á:

Deli.cio.us    Digg    Facebook   
 
Störf í Jafningjafræðslu Hins hússins sumarið 2013

580204_627170220632957_1662654889_n

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir sumarstörf hjá Jafningjafræðslu Hins hússins sumarið 2013. Umsóknarfresti lýkur 2. apríl hjá Reykjavíkurborg, en Kópavogsbúar geta sótt um til 8. apríl.

Starfið er lifandi og skemmtilegt, en einnig krefjandi. Við leitum að ungmennum sem eru til í að láta til sína taka í forvarnfræðslunni með okkur. Við viljum að starfshópurinn sé sem fjölbreyttastur og hlökkum því til að sjá umsóknir frá sem flestum.

Ungmenni sem fædd eru 1992 - 1996 geta sótt um.

Þær er að finna hér:

Reykjavík: http://goo.gl/SdSA1

Kópavogur: http://goo.gl/3tKgC

Senda á:

Deli.cio.us    Digg    Facebook   
 
Viðurkenning Barnaheilla - Save the Children á Íslandi

 

barnaheill_vidurkenning


Jafningjafræðslu Hins Hússins hlotnaðist sá mikli heiður í dag að hljóta viðurkenningu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fyrir störf í þágu barna og mannréttinda þeirra. Við erum afar þakklát fyrir þetta traust sem okkur er sýnt og lítum á þessa viðurkenningu sem mikla hvatningu.


Viðurkenninguna viljum við tileinka öllum þeim sem hafa komið að starfsemi Jafningjafræðslunnar frá upphafi, stofnendum hennar, fyrrverandi og núverandi starfsmönnum og fræðurum sem og velunnurum okkar.


Í dag erum við ákaflega glöð og stolt, tvíefld í að halda áfram á sömu braut.


Takk fyrir okkur!

 

 

Senda á:

Deli.cio.us    Digg    Facebook   
 
Götuhátíðin 2012

 

gotuhatidplakat3_2012

Verið öll hjartanlega velkomin á götuhátíð Jafningjafræðslu Hins Hússins föstudaginn 6. júlí á Austurvelli, milli 13-15.

Í ár verðum við með þá nýjung að bjóða upp á lifandi bókasafn, þar sem hægt verður að leigja lifandi bækur. Meðal þeirra bóka sem verða í boði eru hommi, trans-kona, kynlífsfræðingur, jafningjafræðari og fleiri.

Þeir sem munu stíga á svið eru Jón Jónsson, IMMO, No Class, Swaggerific, Rebel og Nilli. En allir þessir frábæru listamenn gefa vinnu sína.

Smokkar í boði ONE og kennsla í notkun þeirra í boði JF.

Pulsur frá Kjarnafæði og Fanta.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Sjá á fésbókarsíðu, eða á atburðinum á FB.

 

ps. í þetta sinn var plakatgerðin samvinna tveggja snillinga, Sólveigar Láru og Guðbjargar. Sjáið fleiri í nánar...

 

Senda á:

Deli.cio.us    Digg    Facebook   
Nánar...
 
Götumarkaður á Götuhátíð

 

gotumarkadur2012_1

Já, götuhátíðin góða er á næsta leiti. Föstudaginn 6. júlí frá 13 - 15 á Austurvelli. Við munum upplýsa ykkur um þá listamenn sem koma mjög fljótlega en þeir sem hafa áhuga á að vera með bás á götumarkaðnum okkar geta haft samband við upplýsingamiðstöð Hins Hússins í síma 411-5500.

Okkar hæfileikaríka Sólveig Lára sá um plakatagerð fyrir götumarkaðinn, sjá má tvær útgáfur í viðbót af þessum flottu auglýsingum ef ýtt er á Nánar.

 

Senda á:

Deli.cio.us    Digg    Facebook   
Nánar...
 
Fræðarar sitja fyrir svörum
mixmax_2
Kynnist fræðurum sumarsins 2012. Þá má finna hér til vinstri undir Fræðarar, eða einfaldlega með því að smella hér.

Senda á:

Deli.cio.us    Digg    Facebook   
 
Sérlegir útsendarar
solveig_og_gissur_d
Jafningjafræðsla Hins Hússins hefur tekið upp samstarf við Seltjarnarnes og munu tveir stálheppnir einstaklingar á þeirra vegum sitja undirbúningsnámskeið okkar fyrir komandi sumar. Það eru þau Gissur Ari Kristinsson og Sólveig Ásta Einarsdóttir. Þau munu svo starfa sem sérlegir útsendarar okkar á Seltjarnesi. Við hlökkum til að starfa með þeim í sumar!

Senda á:

Deli.cio.us    Digg    Facebook   
Nánar...
 
« FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta »

Síða 1 af 11